Þetta helst

Banvæna klæðningin sem brann í Valencia

Síðdegis á fimmtudag nýliðinnar viku kviknaði eldur í blokkaríbúð í borginni fögru, Valencia, höfuðborg samnefnds héraðs á Spáni. Byggingaverkfræðingur fullyrðir þetta fyrsti bruni sinnar tegundar þar í landi. Klæðningin á húsinu, sem er tiltölulega nýtt, fuðraði upp eins og hún væri hönnuð til þess. Og það vekur upp óþægileg hugrenningatengsl við annars bruna. Það tók eldtungurnar í Valencia um það bil hálftíma breiðast um alla blokkina frá einum biluðum, gömlum ísskáp í íbúð á fjórðu hæð blokkarinnar. Tíu létu lífið. Þetta er mannskæðasti eldsvoði í Valencia í 600 ár. Hvernig gat þetta gerst? Sunna Valgerðardóttir skoðar banvænar klæðningar evrópskra fjölbýlishúsa.

Frumflutt

26. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,