ok

Þetta helst

Skiptar skoðanir um sögufrægt skip Shackletons

Fyrr á þessu ári fundu vísindamenn eitt frægasta skip í sögu landkönnunar á heimskautasvæðum á þriggja kílómetra dýpi í afskekktu og illfæru hafsvæði við Suðurskautslandið, skip sem leitað hafði verið lengi. Endurance, skip bresku heimskautahetjunnar Ernest Shackletons, sökk í Weddel-hafi 1915 þegar Shackleton gerði tilraun til að ganga fyrstur manna þvert yfir Suðurskautslandið, og það hefur hvílt á hafsbotni síðan. En ætti skipið að vera þar áfram, og ekkerthróflað við því, eða ætti að gera tilraun til að ná því upp á yfirborðið? Um það eru nú skiptar skoðanir. Þetta helst fjallar um sögu Endurance, um leitina að flakinu og pælingar um framtíð þess.

Frumflutt

12. okt. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,