Þetta helst

Ósáttu óperusöngvararnir

Dómsmál óperusöngkonu gegn Íslensku óperunni verða á dagskrá í Þetta helst í dag. Það hefur gustað hressilega um Íslensku óperuna undanfarin misseri vegna vangreiddra launa til söngvara og stjórnunarhátta. Tvö dómsmál hafa farið í gegn um kerfið, harðorðar yfirlýsingar sendar á víxl og óumdeilt er orðspor þessarar rúmlega fertugu sjálfseignastofnunar beðið hnekki í látunum. Forsvarsmenn Óperunnar hafa ekki veitt viðtöl vegna dómsmálsins féll nýlega í Landsrétti, fyrr en nú. Sunna ræðir við Pétur J. Eiríksson stjórnarformann Íslensku óperunnar, sem vill gjarnan þjóðaróperu verði komið á fót og finnst ljótt og ósanngjarnt hvernig ráðist hefur verið persónulega á óperustjórann í tengslum við dómsmálin.

Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Frumflutt

16. júní 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,