Þetta helst

Norska fordæmið: Er hægt að banna starfsmannaleigur á Íslandi?

Ellefu starfsmannaleigur í Noregi hafa stefnt norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólinn vegna þess þrjú sveitarfélög þar í landi bönnuðu starfsemi þeirra. Málið er fordæmisgefandi fyrir önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), meðal annars Ísland.

Þessi málaferli eru í þættinum sett í samhengi við mikla umræðu sem var um starfsmannaleigur hér í landi í lok september og byrjun október. umræða kom í kjölfar þess fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um aðbúnað manna frá Austur-Evrópu, aðallega Letta, sem vinna hjá slíkum fyrirtækjum hér á landi.

Rætt er við Halldór Oddsson, sviðsstjóra lögfræði- og vinnumarkaðssviðs hjá Alþýðusambandi um þetta fordæmi frá Noregi. Hann telur líklegt norska ríkið verði gert afturreka með bannið. En hvað er þá hægt gera á Íslandi til bregðast við slæmri meðferð sumra starfsmannaleiga á erlendu vinnuafli? Halldór ræðir þetta líka.

Í þættinum í dag verður fjallað um starfsmannaleigur á Íslandi og hvort hægt banna þær með lagsetningu.

Frumflutt

30. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,