Þetta helst

Svörtu sauðirnir í ferðaþjónustunni: 90 milljóna þrot og starfsfólk situr eftir

Í dag fjöllum við um misbresti í rekstri og regluverki í íslenskri ferðaþjónustu og áhrif þessa á starfsfólk í greininni. Fjallað hefur verið um þetta efni út frá mismunandi vinklum í síðustu tveimur þáttum.

Ferðaþjónustufyrirtækið Reykjavík Outventure varð gjaldþrota fyrr á árinu. Gjaldþrot félagsins er upp á um 90 milljónir króna, segir skiptastjórinn Helga Vala Helgadóttir. Eftir situr starfsfólk, aðallega verktakar, sem eiga háar kröfur á hendur félaginu. Eigandi ferðaþjónustunnar er með sams konar fyrirtæki í rekstri í öðru félagi sem heitir líku nafni og hið gjaldþrota félag.

Rætt er við tvo stéttarfélagsmenn úr ferðaþjónustunni, Jón Pál Baldvinsson og Halldór Kolbeins, sem tala um svörtu sauðina í greininni og svo meirihlutann sem stendur sig vel.

Frumflutt

25. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,