Það ríkir ófremdarástand víða í heiminum, mismikið og af mismunandi ástæðum. Í landi við nokkru miðbaug hefur verið lýst yfir 60 daga neyðarástandi eftir að einn maður slapp úr fangelsi. Það er allt á suðupunkti, morðtíðni í þessu tiltölulega friðsæla landi hefur margfaldast síðustu ár. Ekvador er langt í burtu og þetta er samfélag sem á líklega ekki margt sameiginlegt með okkur Íslendingum. En það er alltaf eitthvað. Það eru 30 virk eldfjöll í Ekvador og höfuðborgin, Kido, er umkringd níu þeirra. En þessi þáttur fjallar ekki um eyðileggingu af völdum náttúrunnar, heldur mannskepnunnar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Sunnu Kristínu Hilmarsdóttur, sem bjó um tíma í Ekvador og hefur menntað sig í stjórnmálum rómönsku Ameríku, um brostna innviði, pólitíska spillingu, stéttaskiptingu, peninga, banana og kókaín.
Frumflutt
17. jan. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.