Þetta helst

Dauðsföllin í Reynisfjöru

Tugir ferðamanna hafa lent í bráðri lífshættu við Reynisfjöru undanfarin ár og gráðugt Atlantshafsbrimið tekið þar fimm líf síðan 2013. Snúðu aldrei baki í öldurnar, segja heimamenn. Hætta - Danger Lífshættulegar öldur - stendur á stórum skiltum sem taka á móti fólki áður en það röltir af stað í átt dáleiðandi og óútreiknanlegu brimrótinu. Leiðsögumenn og fjöldinn allur af vefsíðum vara við þessum stað, sem heldur samt sem áður áfram taka líf forvitinna ferðamanna. Umræður um öryggismál í fjörunni dúkka upp reglulega, starfshópar eru stofnaðir og málin rædd. Landeigendur benda á ríkið sem bendir til baka, eins og svo oft áður þegar um er ræða vinsæla ferðamannastaði þessa lands sem eru í eigu fólks á svæðinu. En hvað er hægt gera og verður eitthvað gert? Í Þetta helst skoðum við sögu og stöðu þessa rómaða og banvæna ferðamannastaðar sem hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir náttúrufegurð án hliðstæðu.

Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Frumflutt

24. júní 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,