Niðurrif á félagsheimili vekur sterkar tilfinningar í sunnlenskri sveit
Hluti íbúa Flóahrepps á Suðurlandi er ósáttur við að tæplega 100 ára samkomuhús í sveitinni hafi verið selt til Vegagerðarinnar. Þeir telja ljóst að rífa eigi samkomuhúsið til að rýma fyrir breikkun á Þjóðvegi 1.
Húsið heitir Þingborg og stendur tæpa 10 kílómetra austan við Selfoss ofan í Þjóðvegi 1.
Prjónaverslun hefur verið rekin í húsinu í 35 ár og eru meðal annars seldar þar ullarvörur frá um 100 einstaklingum hér á landi.
Stofnaður hefur verið sérstakur Facebook-hópur til að berjast gegn því að húsið verði rifið.
Rætt er við íbúa í sveitarfélaginu um málið sem og við sveitarstjórann sem svarar spurningum um söluna og framkvæmdirnar við veginn.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
25. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.