Þetta helst

Ráðgátan í Sycamore Gap

Rannsókn lögreglunnar í Norðymbralandi á niðurfellingu trés er enn í fullum gangi. Tréð var sagað niður í skjóli nætur og samkvæmt nýjustu fréttum er enginn í haldi, þó nokkrir hafi verið handteknir, meðal annars skógarhöggsmaður á eftirlaunum og sextán ára drengur. Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og lögreglan verst allra frétta. Lagt hefur verið hald á keðjusög í tengslum við glæpinn, sem hefur vakið mikinn óhug meðal íbúa. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ráðgátuna í Sycamore Gap í þætti dagsins.

Frumflutt

4. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,