Þetta helst

Skotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas (e)

Um miðjan maí myrti átján ára maður tíu og særði þrjá í stórmarkaði í Buffalo í New York í Bandaríkjunum, í árás sem lögregluyfirvöld lýsa sem hreinum og klárum rasískum hatursglæp. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Skotárásin var þá ein mannskæðasta í Bandaríkjunum það sem af er ári - jafnvel þótt hún væri númer 198 á þeim rúmlega nítján vikum sem þá voru liðnar af árinu. Það átti þó eftir breytast viku síðar. Þann tuttugasta og fimmta maí myrti annar átján ára árásarmaður nítján börn og tvo kennara í skotárás í skóla fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í bænum Uvalde í Texas. Á annan tug særðust. Árásarmaðurinn var skotinn til bana á vettvangi. Árásin í Uvalde er mannskæðasta frá því tvítugur árásarmaður myrti tuttugu og sex í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut fyrir tíu árum. Tuttugu fórnarlambanna voru sex og sjö ára börn. Þátturinn var fyrst á dagskrá 2. júní 2022.

Frumflutt

25. okt. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,