Þetta helst

Fangelsi er ekki staður fyrir veikt fólk

Fangelsi eru ekki gerð fyrir fólk sem er alvarlega veikt á geði, segir yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fangelsanna. Margir þeir sem sitja inni eru þar vegna ofbeldisbrota og innan veggja fangelsanna ríkir ofbeldismenning. Sumir fangar, sem geðheilbrigðisteymið telur eigi ekki erindi inn í fangelsi, beita ofbeldi þar en hefðu líklega ekki gert það áður. Fangelsin búa til ofbeldismenn. Og fangelsismálastjóri segir hinn endalausi úrræðisskortur fyrir fanga sem eru geðveikir, en samt sakhæfir, geti verið spurning um líf eða dauða. Það er til dæmis ekki langt síðan veikur fangi réðist á tvo fangaverði og slasaði þá alvarlega. Svo hafa fangar líka svipt sig lífi. Þetta helst skoðaði stöðuna á geðheilbrigðskerfinu þegar kemur föngum á Íslandi.

Frumflutt

17. ágúst 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,