Þetta helst

Kamilla konungskona

Bretland hefur fengið nýjan konung eftir andlát Elísabetar annarar í síðustu viku. Karl Bretaprins, elsti sonur drottningarinnar, varð Karl þriðji Bretakonungur um leið og móðir hans dró síðasta andann. Og eiginkona Karls, Camilla Parker Bowles, varð á sama tíma eiginkona konungsins, konungskona eins konar. Eins og Filippus var drottningamaður Elísabetar. Heimspressan hefur verið undirlögð af fregnum af breska konungsveldinu, fortíð þess og framtíð, eftir andlát Elísabetar. Í Þetta helst fjölluðum við um Elísabetu daginn eftir andlát hennar, föstudaginn 9. september, og í dag lítur Þetta helst á nýju konuna í hásætinu - konuna sem var um tíma ein umdeildasta kona Bretlands - konan sem arftakinn elskaði og sagðist fórna öllu fyrir. Konan, sem er orðin það næsta sem kemur drottningu breska heimsveldisins.

Frumflutt

13. sept. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,