ok

Þetta helst

Áhrif glæpasamtakanna frá Venesúela teygja sig til Íslands

Síðastliðna viku hafa verið sagðar margar fréttir í íslenskum og alþjóðlegum fjölmiðlum um þá ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að senda mörg hundruð meðlimi venesúelsks glæpagengis úr landi.

Glæpasamtökin heita El Tren de Aragua og eru starfandi í mörgum löndum í Suður-Ameríku. Meðlimir gengisins voru fluttir frá Bandaríkjunum í fangelsi í El Salvador.

El Tren de Aragua hefur verið sagt vinna náið með einræðisherranum í Venesúela, Nicolás Maduro, og meðal annars vinna ódæðisverk fyrir hans hönd í heimalandinu og annars staðar.

Eitt af því sem er áhugavert við þessar fréttir frá Bandaríkjunum um þetta venesúelska glæpagengi er að margir innflytjendur frá Vensúela sem hafa komið hingað til lands á liðnum árum segjast vera að flýja umrætt gengi. Í Þetta helst hafa til dæmis verið birt viðtöl við að minnsta kosti tvo hælisleitendur sem segjast hafa lifað við hótanir frá El Tren de Aragua í búsetulandi sínu.

Einn af þeim heitir Hector Montilla en hann var nauðungarfluttur frá Íslandi til Venesúela í fylgd íslenskra lögreglumanna í byrjun febrúar.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Frumflutt

21. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,