Tvær grófar hnífaárásir hafa verið framdar í Sidney í Ástralíu á undanförnum þremur dögum. Sú fyrri var um miðjan dag á laugardag, þegar fertugur Ástrali gekk inn í eina stærstu verslunarmiðstöð borgarinnar, vopnaður hnífi, og stakk sex til bana. Í gær var svo gerð önnur árás, sem hefur verið flokkuð sem hryðjuverk. Sextán ára unglingur gekk inn í kirkju í úthverfi Sidney og stakk fjóra og öllu var streymt á samfélagsmiðlum. Miklar óeirðir brutust út. Af hverju er verið að nota hnífa, en ekki byssur, eins og við því miður könnumst kannski betur við þegar kemur að svona ódæðisverkum? Sunna Valgerðardóttir fjallar um árásirnar í Sidney í fyrri þætti af tveimur um hnífaárásir og ræðir við Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðing.
Frumflutt
16. apríl 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.