Þetta helst

Lúsmýið sem flestir, en ekki allir, hafa áhuga á

Það er miður júlí. Þá er oft við hæfi líta til náttúrunnar og kannski helst þeirra hliða hennar sem hafa áhrif á okkur mannskepnuna. Flest höfum við verið bitin af agnarsmáum flugum undanfarin ár, sérstaklega kannski síðustu tvö sumur þegar við komumst illa af landi brott út af svolitlu. Lúsmý fannst fyrst hér sumarið 2015 - í Kjósinni. Þessi litli vargur hefur ekki verið mikið rannsakaður. Það virðist ekki vera mikill áhugi til þess hjá skordýrafræðingum, segir prófessor. En í sumar, og svo sem síðasta sumar líka, hafa einhverjir tekið eftir því bitin virðast ekki vera alveg jafn slæm og þegar flugan gerði fyrst vart við sig. Kláðinn virðist stundum minni og segja vísindamenn ástæðan gæti verið fólk myndar eins konar þol gegn bitunum. Ekki eru þó allir svo heppnir því sumir þróa þvert á móti aukið næmi fyrir bitinu og fara því jafnvel enn verr út úr ásókn lúsmýsins en fyrri sumur, og slæmt ofnæmi. Þetta helst gerði smávegis lúsmýs-samantekt fyrir þátt dagsins, enda eru núna bara örfáir staðir eftir á landinu þar sem þessi vargur virðist ekki vera búinn gera sig heimakominn.

Frumflutt

12. júlí 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,