Díana Ósk Óskarsdóttir er prestur á Landspítala, faglegur handleiðari og fer fyrir stuðningsteymi starfsfólks spítalans. Það er hennar helsta baráttumál að fagfólk sem vinnur við að hjálpa öðrum, fái sjálft faglega hjálp og handleiðslu til að styrkja sig í starfi. Ekki bara hefur hún upplifað mikilvægi þess í starfi sínu, heldur átti hún sjálf erfið unglingsár, var á götunni frá ellefu ára aldri og þurfti heldur betur að reiða sig á faglega aðstoð til að rata inn á gæfulegri braut í lífinu. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
Frumflutt
12. mars 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.