Það er 24. ágúst, þjóðhátíðardagur Úkraínu, og nákvæmlega hálft ár liðið frá því að Vladimir Putin Rússlandsforseti skipaði herliði sínu að ráðast inn í Úkraínu og hertaka landið. Á þessu hálfa ári hafa milljónir Úkraínubúa þurft að flýja heimili sín og land, leita sér skjóls í öðrum löndum og um alla Evrópu hafa flugvellir og lestarstöðvar fyllst af Úkraínumönnum á flótta undan þessu óskiljanlega stríði. Heimsmyndin breyttist nánast yfir þessa einu nótt 24. febrúar 2022. Þetta helst rifjar í dag upp fyrri þætti um stríðið í Úkraínu, annars vegar þegar Pútín réðst inn í landið og svo þegar þrír mánuðir voru liðnir af stríði. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, ræddi innrásina við þau Guðmund Björn Þorbjörnsson og Katrínu Ásmundsdóttur daginn eftir að stríðið hófst. Fyrir nákvæmlega hálfu ári síðan.
Frumflutt
24. ágúst 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.