Þetta helst

Valdi VG versta kostinn af þremur?: Stjórnarslitin og framtíð flokksins

Einn afdrifaríkasti atburðurinn í aðdraganda stjórnarslitanna var landsfundur VG fyrir rúmri viku. Á fundinum var samþykkt tillaga um slíta stjórnarsamstarfinu næsta vor. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vissi því dagar ríkisstjórnarinnar væru taldir og ákvað slíta samstarfinu sjálfur eftir þetta. VG hafði þrjá kosti í stöðunni og valdi þennan.

Í þættinum í dag er rætt við tvo meðlimi í fulltrúaráði VG um þessa atburðarás, stjórnarsamstarfið og framtíð flokksins. Þetta eru þær Álfheiður Ingadóttir, fyrrveandi þingmaður og ráðherra, og Steinunn Rögnvaldsdóttir, sem var formaður ungliðahreyfingar flokksins á sínum. Steinunn hætti í flokknum vegna samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma en skráði sig aftur í hann fyrir skömmu. Hún lýsir því af hverju hún gerði þetta.

Frumflutt

15. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Þetta helst

Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.

Þættir

,