Í þætti dagsins ætlum við að líta aftur til Kína með Katrínu Ásmundsdóttur. Leiðir ríkja heims til að auka við völd sín og umsvif eru margar og fjölbreytilegar. Ein leið er að auka við yfirráðasvæði sitt - færa út kvíarnar. En það getur verið erfitt og dýrt, kostað stríð, alþjóðaátök, mannfall og eyðileggingu. Sum ríki hafa því leitað nýrra og frumlegri leiða. Eins og Kína, sem hefur - undanfarin átta ár eða svo - bara búið til landsvæði þar sem eru engin. Reist hverja manngerða floteyna í Suður-Kínahafi á eftir annarri. Bætt um það bil þrettán ferkílómetrum við yfirráðasvæði sitt á síðustu árum, ófáum nágrönnum sínum til mikils ama. En hvers vegna? Hver er tilgangur þessara eyja? Undir hvað eru þær nýttar og hvaða áhrif hafa þær í alþjóðlegu samhengi? Nú í júní spurði Katrín Guðbjörgu Ríkeyju Thoroddsen Hauksdóttur, doktorsnema í stjórnmálafræði, út í kínversku gervieyjarnar.
Frumflutt
18. júlí 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.