Þetta helst

Samsæriskenningasmiður sektaður um milljarð dollara

Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones er í vandræðum. Hann er einn alræmdasti sinnar tegundar í Bandaríkjunum og hefur þurft súpa seyðið af því. Hann fullyrti trekk í trekk skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum í Conneticut, þar sem 26 voru skotin til bana, þar af 20 lítil börn, hafi raunverulega ekki gerst. Nánar tiltekið sagði hann í þættinum sínum Info Wars þetta hafi allt saman verið sett á svið af bandarískum stjórvöldum. Með leikurum. Til herða byssulöggjöfina. Hann var ákærður fyrir þessar lygar. Í ágúst var hann dæmdur til greiða foreldrum drengs sem var myrtur í Sandy Hook bætur, 45 milljónir Bandaríkjadala. Og í gær, 12. október, komst kviðdóm­ur við dóm­stól í Water­bury í Conn­ecticutað þeirri niður­stöðu Jo­nes skyldi greiða 965 millj­ón­ir dala hið minnsta, and­virði 139,2 millj­arða ís­lenskra króna, í skaðabæt­ur til fleiri aðstand­enda fórn­ar­lamba skotárás­ar­inn­ar. Milljarður dollara. Þórhildur Ólafsdóttir rakti sögu máls Alex Jones og foreldra barnanna í Sandy Hook í Þetta helst í byrjun ágúst, þegar Jones fékk fyrsta dóminn. Mögulega fyrsta dóminn af mörgum. Sagan hefst árið 2012, þann 14. desember. Jólin voru nálgast í bænum Newtown í Conneticut í Bandaríkjunum.

Frumflutt

13. okt. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,