Um árabil var maður að nafni Ramon Abbas einn allra vinsælasti áhrifavaldur Nígeríu. Hann var með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram þar sem hann stærði sig af lúxuslífstíl sínum í Dúbaí, íklæddur dýrustu merkjavöru, með Rólexúr og dýra skartgripi, akandi sportbílum eða fljúgandi í einkaþotu. Abbas kallaði sig Hushpuppi á Instagram og einnig, með vísun í eitt uppáhalds fatamerki sitt, Billionaire Gucci Master. En hvaðan komu peningarnir fyrir öllum þessum lystisemdum? Þar reyndist ekki vera allt með feldu. Abbas situr nú í fangelsi í Bandaríkjunum og á yfir höfði sér margra ára dóm, hafandi játað á sig tugmilljóna dollara fjársvik og peningaþvætti. Þetta helst fjallaði um nígeríska áhrifavaldinn sem reyndist svikahrappur.
Frumflutt
24. okt. 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.