Síðdegisútvarpið

14.september

Í síðustu viku kom Almar í kassanum til okkar eða Almar Atlason. Hann ræddi við okkur um gjörning í tjaldi. er Almar búinn tjalda og mun hann ræða við okkur úr tjaldinu sem er búið setja upp á Listasafni Svavars Gunnarssonar á Höfn í Hornafirði.

Í byrjun mánaðar voru 658 börn, tólf mánaða eða eldri á biðlista eftir leikskólaplássi í borgareknu leiksólum Reykjavíkur og einnig bíða einhver börn eftir flutningi úr sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni. Ein þeirra sem er ósátt við ástandið í leikskólamálum er Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðisflokksins í borginni og hún verður á línunni hjá okkur.

Og eins og alltaf á fimmtudögum þá hendum við okkur í MEME vikunnar með Atla Fannari Bjarkasyni og hann lofar íslensku umfjöllunarefni.

Á morgun verður haldin ættleiðingaráðstefna hér á landi á vegum Nordic Adoption Council eða NAC. Öll ættleiðingarfélög á norðurlöndunum standa regnhlífasamtökunum NAC ásamt tveimur foreldrafélögum ættleiddra barna. Meginþemað á ráðstefnunni í ár verður Adotption - lifelong process og er þar vísað í ættleiðing er ekki einstakur atburður sem lýkur eftir ættleiðing fer fram heldur erum lífslangt ferli einstaklings ræða. Á eftir kemur til okkar Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar formann NAC og spyrjum hana um stöðuna í ættleiðingamáum á norðurlöndum, nýjar áherslur og auðvitað forvitnast um ráðtefnuna sjálfa.

Heimildarmyndin Skuld verður frumsýnd í Bíó Paradís laugardaginn 16.september næstkomandi. Í myndinni er fylgst með ungu pari sem ákveður taka áhættu og setja allt sitt í kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Parið, þau Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi Einarsson, kíkja í heimsókn til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir

Kosning hófst á miðnætti á Hverfidmitt.is og öll sem eru fædd árið 2008 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, geta tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn og stendur yfir til miðnættis 28. september næstkomandi. Það er einfalt kjósa og tekur ekki nema örfáar mínútur. En út á hvað gengur hverfið mitt og hvað er verið kjósa um? Hingað er kominn Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri.

Frumflutt

14. sept. 2023

Aðgengilegt til

13. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,