Síðdegisútvarpið

Ofdrykkja á flugvöllum. vopnahlé á Gaza, Draumahöllin og handbolti

Á vefnum Túristi. is var sagt frá því í vikunni stærsta flugfélag Evrópu, írska lággjaldaflugfélagið Ryanair, hvetjiEvrópusambandið til setja takmarkanir á sölu drykkja til flugfarþega á flugvöllum. Við heyrðum í Kristjáni Sigurjónssyni og spurðum hann út í þessi mál hvort þetta vaxandi vandi eða hvort Ryanair eina flugfélagið sem fer fram á slíkt.

Steindi og Saga Garðars komu sem gestir í Síðdegisútvarpið á eftir, við um allt og ekkert en aðallega um Draumahöllina sem sýnd er á Stöð 2 við miklar vinsældir

Á morgun fer fram gervigreindarhátíð HR. Um morguninn er ráðstefna en eftir hádegi er opinn viðburður þar sem allt það nýjasta í gervigreind verður kynnt. Kristinn Rúnar Þórisson prófessor í tölvunarfræði í HR kom til okkar.

Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður hitar upp fyrir landsleikinn hjá okkur á eftir en Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í kvöld.

Við ætlum slá á þráðinn til Margrétar Gauju Magnúsdóttur sem hefur verið ráðin skólastjóri Lýðskólans á Flateyri og tekur við af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur fráfarandi skólastjóra sem tók um áramótin við starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

Í gær var samið um vopnahlé á Gaza og hingað til okkar er komin Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður.

Frumflutt

16. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,