ok

Síðdegisútvarpið

Vetrarfríið í Grunnskólum, hvar er best að búa, og windows 2000

Nú standa yfir vetrarfrí víða í grunnskólum og margir leggja leið sína norður til Akureyrar á skíði. Ástandið i Hlíðarfjalli hefur ekki verið upp á það besta vegna hlýinda og nú hafa menn þar brugðið á það ráð að biðja fólk að skrá sig í fjallið til að ná betur utan um þann fjölda sem þangað kemur. Við heyrum í Brynjari Ásgeirssyni forstöðumanni í Hlíðarfjalli.

Skóflustunga var tekin að nýju fjölnota íþróttahúsi við KR og það um helgina á 126 ára afmæli félagsins. Húsið mun verða bylting fyrir starfsemi KR og iðkendur við heyrum í Þórhildi Garðarsdóttur formanni KR.

Sjötta sería af Hvar er best að búa fer í loftið innan skamms á stöð 2. Umsjónarkona þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir og við heyrum í henni.

Windows 2000 er 25 ára í dag og við höldum upp á daginn með Eðvarð Hlyni Sveinbjörnsson kerfisstjóra RUV.

Tolli Morthens berst fyrir betra lífi einstaklinga sem samfélagið hefur oftar en ekki afskrifað, við erum auðvitað að ræða baráttuna um betra líf eftir afplánun. Nú er Tolli kominn með liðsauka. Hann ætlar að heimsækja okkur á eftir og hann krafðist þess að fá að tala um ananas á pizzum í leiðinni. Meira um það á eftir.

Frumflutt

17. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,