Síðdegisútvarpið

HM í handbolta,Margrét Lára Viðarsdóttir og Jói kóngur í Múlakaffi

Talið er hátt í þúsund íslendingar muni mynda bláa herinn í Zagreb í kvöld þegar íslenska landsliðið í handknattleik mætir Króötum. Sumir eiga bókað far heim á morgun eða sunnudag en aðrir eru í startholunum fara út ef vel gengur í kvöld. Birgir Olgeirsson er upplýsingafulltrúi Play við heyrðum í honum í þættinum.

Bóndadagur í dag eins og margoft hefur komið fram og er komið stóru þorrablótunum. Það stærsta er haldið í Kópavogi og auðvitað kemur maturinn frá þorrakónginum Jóhannesi í Múlakaffi. Við hringdum í hann og fengum stemninguna í æð.

Strákarnir okkar hafa heldur betur staðið sig vel á Heimsmeistaramótinu í handbolta þar sem þeir eru ósigraðir. Leikgleðin skín í gegn og þeir virðast fullir af sjálfstrausti. Í kvöld munu þeir mæta Króötum á heimavelli þannig það er óhætt segja verkefnið ærið. Við ætlum ræða gleðina, sjálfstraustið, pressuna og væntingar íslensku þjóðarinnar við Margréti Láru Viðarsdóttur sálfræðing hér á eftir.

Á dögunum var nýr sveitastjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi ráðin - hún heitir Fjólu St. Kristinsdóttur. Við heyrðum í henni og fengum fréttir af því helsta sem framundan er í starf sveitarstjóra á þessum slóðum.

Og það snýst auðvitað allt um landsleikinn í kvöld og settum við okkur í samband við Einar Örn Jónsson í Króatíu .

En við byrjuðum á Sigtryggi Baldurssyni en Bogomil Font og Greiningardeildin sendir frá sér í dag lagið Bíttu í það súra.

Frumflutt

24. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,