Fyrr í dag kynnti Logi Einarsson, menningar, - nýsköpunar og háskólaráðherra tillögur í aðgerðum í málefnum fjölmiðla. Aðgerðunum var skipt í fimm flokka Þorgerður Annar Gunnarsdóttir fréttamaður fór yfir það helsta sem kom fram á fundinum.
Grein sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni og Magnús Skúlason arkitekt skrifaði hefur vakið mikla athygli en þar segir m.a. að umræðan um húsnæðismál undanfarin ár hafi að mestu snúist um magn, og hvernig hægt sé að fjölga íbúðum hratt og hagkvæmt. En það sem hins vegar hafi gleymst sé stærri myndin sem er gæðin. Og afleiðing sé sú að nú rísi hús sem enginn hefur beðið um. Magnús ætlar að koma til okkar og ræða þessi mál í dag.
ÓskarFinnsson matreiðslumeistari ætlar að kíkja til okkar í dag en eins og
glöggir hlustendur vita þá ætlar að hann vera hjá okkur í nokkur skipti fyrir jól með matreiðsluráð Í dag er það rauðkálið sem er ómissandi á borðum margra
landsmanna á þessum tíma árs.
Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens var í ár sæmdur Friðarverðlaunum Gusi og tók við þeim á Filippseyjum undir lok nóvembermánaðar. Verðlaunin hlaut hann bæði fyrir myndlist sína og fyrir ómetanlegt sjálfboðastarf í íslenskum fangelsum. Í yfirlýsingu frá Gusi-verðlaununum kemur fram að Tolli hafi í meira en tuttugu ár veitt fjölda fólks nýja von með starfi sínu og átt ríkan þátt í að endurreisa sjálfsvirðingu þeirra. Tolli kemur í Síðdegisútvarpið í dag.
Við ætlum líka að heyra í bændum en á Félagsbúinu Lindabrekku á Djúpavogi búa hjónin Bergþóra Valgeirsdóttir og Eiður Gísli Guðmundsson. Þau standa í ströngu allt árið um kring við framleiðslu á landbúnaðarafurðum og hvernig skyldi þetta vera núna fyrir jólin ? Við hringjum austur í Berufjörð og heyrum í húsfrúnni á bænum.
Svo eru það jólalögin sem eru ekkert jólalög.
Það eru fjölmörg lög sem hófu sína æfi sem venjuleg dægurlög en hafa með tímanum færst yfir í jólaflokkinn.