ok

Síðdegisútvarpið

Una hetja í Flórenz, veiðinördar, Trump og Ólöf Arnalds

Skiptir stærðin skiptir máli ? Reynt verður að leitast við að svara þessari spurningu á morgun þegar verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu. Á ráðstefnunni verður kastljósi beint að opinberum stórframkvæmdum sem rannsóknir sýna að fara mjög oft langt fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum.

Helgi Þór Ingason er verkfræðingur Prófessor við Háskólann í Reykjavík og hann kom til okkar á eftir og sagði okkur betur frá.

Ólöf Arnalds heldur tónleika í Kornhlöðunni á konudaginn. Þar mun hún spila eigin lög ásamt ástarlögum eftir aðra. Hún heimsótti okkur og spilaði eitt þessara ástarlaga.

Svo ætlum við að kynna okkur Nördaveislu Stangó sem haldin er í kvöld - en stangveiði er sennilega eitt það nördalegasta sem til eða hvað ? Jakob Sindri Þórsson formaður fræðslunefndar Stangaveiðfélags Reykjavíkur var á línunni hjá okkur.

Við heyrðum líka í Röggu Nagla sem er búin að fá sig fullsadda á áhrifavöldum í ræktinni fólki sem er að glenna sig jafnvel með farsímann í hendi og raunveruleikinn í langt í burtu frá þessum veruleika sem þau eru að sýna.

Una Kristjánsdóttir er í meistaranámi í fatahönnun í Florens.Hún lenti nýlega í því að vera rænd, tölvan hennar var tekin. Hún tók málin í sínar hendur, elti ræningjann og hvernig sagan endaði fengum við heyra í Síðdegisútvarpinu í dag.

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir kom til okkar og fór yfir það helsta úr erlendum fréttum dagsins.

Frumflutt

19. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,