ok

Síðdegisútvarpið

Þingmenn eiga afmæli og baka pizzur, Dóri Gylfa og Grímsey

Halla Hrund Logadóttir þingmaður kom til okkar en hún flutti sína fyrstu tillögu að þingsályktun í gærkvöldi. Hún snýr að orkuöryggi almennings. Við ætlum

að spyrja Höllu hvernig best sé að hlaða batteríin sem innlegg inn í helgina og ýmislegt fleira.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins - varð fimmtugur á miðvikudaginn 12. mars. Við tökum stöðuna á honum og hvort hann hafi nú gert sér einhvern dagamun.

Halldór Gylfason - leikari og tónlistarmaður kemur til okkar. Hann leikur i Laddasýningunni í Borgarleikhúsinu og við frumflytjum nýtt lag eftir hann með Geirfuglunum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkisráðherra var líka á línunni en hún er á leiðinni í ferðalag um Vestfirði heim þar sem hún hyggst efna til samtals við íbúa um utanríkisþjónustuna og hvernig hún þjónar hagsmunum Íslands, bæði heima og erlendis.

Við hringjum líka út í Grímsey og heyrum í Ragnhildi Hjaltadóttir íbúa þar. Ætlum að spyrja út í framkvæmdir við nýju kirkjuna en eins og kunnugt er brann Miðgarðakirkja í Grímey til grunna, ásamt öllum kirkjumunum hennar árið 2021.

Frumflutt

14. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,