ok

Síðdegisútvarpið

Árásir á Kænugarð, vegið að mannréttindum í Ungverjalandi og nuddstútar

Bann við skipulagningu og þátttöku í gleðigöngu var samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í dag. Þingmenn Momentum-flokksins mótmæltu banninu með reyksprengjum. Við ræddum við Snærós Sindradóttur fjölmiðlakonu sem búsett er í Budapest og Helgu Haraldsdóttur formann Hinsegin daga.

Rúss­ar gerðu at­lögu að miðborg Kænug­arðs með árás­ar­drón­um í gær. Friðrik Jónsson sendiherra Íslands í Póllandi og sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu er staddur í Kænugarði og hann var á línunni hjá okkur.

Virka nuddstútar í heitum pottum og hversu sniðugt er að beita þeim á krankleika ? Jóhann Pétur Jóhannsson, sjúkranuddari og varaformaður Sjúkranuddarafélags Íslands ræddi nuddstúta við okkur.

Síðdegisútvarpið kíkti á Kaffistofuna - Handverkskaffi á Akureyri og ræddi þar við Ármann Atla Eiríksson.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson stofnandi Niceair ræddi við okkur um flugsamgöngur á Akureyri og árlega fjárveitingu til Sóknaráætlunar landshluta en hann er ósáttur við að fjárveitingin sé aðeins 140 milljónir og segir hana þurfa að vera 100 sinnum hærri.

Frumflutt

19. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,