ok

Síðdegisútvarpið

Pisa, ný lög um leigubílaakstur, hringtorg og hamingjan

gær var byrjað að leggja fyrir PISA könnunarpróf í einhverjum af grunnskólum landsins. PISA er umfangsmikil alþjóðleg könnun á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði. Í kjölfar könnunarinnar fór af stað umræða bæði á samfélagsmiðlum og í samtölum fólks um að krakkarnir hafi haft lítinn metnað fyrir því að standa sig vel, þetta hafi verið mjög erfitt og eftir standa alls konar spurningar er lúta að Pisa könnunum sem oftast virðast valda neikvæðri umræðu um frammistöðu íslenskra barna í alþjóðlegum samanburði. Þórdís Sigurðardóttir er forstjóri miðstöðvar menntunar – og skólaþjónustu hún kemur til okkar í dag.

Eyjólfur Ármannsson Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra og við ræddum við hann um það helsta sem felst í breytingunum.

Við ræddum umferðaröryggi í þættinum í dag og beindum sjónum okkar sérstaklega að hringtorgum. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu kom til okkar.

Í dag Alþjóðlegur hamingjudagur. Af þessu tilefni var haldið málþing í hádeginu sem embætti landlæknis, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Endurmenntun HÍ stóðu fyrir og þar voru kynntar nýjar niðurstöður sem benda til að Íslendingar hrapi niður lista hamingjusömustu þjóða í heimi en örvæntið ekki því Ísland deilir öðru sæti listans með Dönum en Finnar toppa listann. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá landlæknisembættinu og sérfræðingur í hamingjurannsóknum var á línunni.

Arnar Gunnlaugsson stýrir íslenska landsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í kvöld. Ísland mætir Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð2 sport klukkan 19:45 og á línunni hjá okkur á eftir til að hita upp fyrir leikinn verður lýsandinn Guðmundur Benediktsson.

Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir er ein þriggja kvenna sem standa að nytjamarkaðnum Norðurhjálp á Akureyri en markaðurinn opnar í nýju húsnæði á morgun – Siggi Gunnars kíkti í heimsókn og ræddi við Sæunni um þetta flotta verkefni.

Frumflutt

20. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,