ok

Síðdegisútvarpið

Hanna Katrín,Heiðrún Lind,Hringfarinn og Mokka

Á blaðamannafundi sem atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra héldu í dag kom það fram að ríkisstjórnin hyggst breyta viðmiðum á aflaverðmæti svo að veiðigjöld endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi komu til okkar og ræddu þessar breytingar og möguleg áhrif þeirra.

Kváradagurinn er í dag og Regn Sólmundur Evu kom og sagði okkur frá honum.

Og það er ekki bara kváradagur í dag því í dag er líka vöffludagur. Síðdegisútvarpið kíkti í heimsókn á Mokka og ræddi við Oddný Guðmundsdóttur.

Málefni Grænlands hafa verið áberandi að undanförnu og þá sérstaklega vegna áhuga Bandaríkjaforseta á landinu. Hallgrímur Indriðason fréttamaður er þar staddur og við heyrðum í honum.

Áhorfendur RÚV þekkja Hringfarann Kristján Gíslason vel en hann hefur ferðast víða um heimaá mótorhjóli. Árið 2023 skelltu Kristján og eiginkona hans Ásdís Rósa sér til Japan og fengu sjónvarpsáhorfendur að sjá brot úr því ferðalagi síðasta sunnudag. Hjónin komu til okkar í spjall og sögðu okkur aðeins frá þessu mikla ævintýri.

Torgið er á dagskrá RÚV í kvöld og nú á að taka fyrir aga. Umsjónarmenn þáttarins Baldvin Þór Bergsson og Sigríður Halldórsdóttir kíktu til okkar og sögðu okkur nánar frá inntaki þáttarins.

Frumflutt

25. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,