Síðdegisútvarpið

Bónorð í Bændablaðinu, nýji Iphone 17 og mannlíf á Vestfjörðum

Við rákum í augun í bónorð í bændablaðinu sem var svohljóðandi - Óska eftir hönd Guðrúnar Vöku Steingrímsdóttur : Elsku Guðrún mín viltu giftast mér ? Þinn Freyr Snorrason, við hringdum í hann.

Á þriðjudaginn stóð Apple fyrirtækið fyrir stærstu árlegu kynningu sinni en þar var m.a. kynntur til sögunnar nýr iPhone 17 . Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson er markaðsstjóri Nova hann kom til okkar.

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu félags fanga sagði í grein á Vísi í dag frá fræðslu- og vinnuferð til London sem hann fór ásamt teymi frá göngudeild smitsjúkdóma Landspítalans. Tilgangurinn var kynna sér starf og aðferðir í baráttunni við smitsjúkdóma meðal jaðarsettra hópa. Guðmundur Ingi kom til okkar í dag.

Gímaldið er nýr miðill sem fer í loftið með haustinu. Hann er hugarfóstur Auðar Jónsdóttur og Eyrúnar Magnúsdóttur sem báðar hafa ástríðu fyrir blaðamennsku og áralanga reynslu af fjölmiðlum og skrifum. Þær komu í Síðdegisútvarpið

Og við ljúkum umfjöllun okkar um mannlíf á Vestfjörðum líkur í dag en þá heyrum við i Dórotheu Einarsdóttur aðstoðarskólameistara Menntaskólans á Ísafirði og síðan lítum við í heimsókn til konu sem hefur búið alla tíð á Ísafirði og hún heitir Svana Þórðar. Svana býr á Seljalandi en það er á snjóflóðahættusvæði svo hún þarf búa annars staðar í bænum á veturna ásamt eiginmanni sínum.

Frumflutt

11. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,