Verulegur samdráttur varð í sölu á nýjum bílum á síðasta ári eða rúmlega 40 prósent. Samdrátturinn var hins vegar mun meiri þegar eingöngu er horft til rafbíla. Þannig seldust rúmlega tíu þúsund rafbílar árið 2023 en einungis rétt rúmlega þrjú þúsund í fyrra. Við rýndum betur í þessar tölur með formanni Rafbílasambandsins Tómasi Kristjánssyni
Rithöfundurinn, ljóðskáldið, uppistandarinn, tónlistarmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn, leikarinn og lögfræðingurinn Bergur Ebbi Benediktsson heimsótti okkur og sagði frá nýju sýningunni Hagsmunum
Við höldum áfram umræðunni um málefni málefni grænu vöruskemmunnar við Álfabakka en eins og kunnungt er var málið tekið fyrir á borgarstjórnarfundi á mánudag. Íbúar Árskóga fjölmenntu á fundinn en auk þess er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2. Í gær kom til okkar Kristján Hálfdánarson formaður Búsetufélagsins Árskógum 7 en hann er einn þeirra sem stendur að listanum. Í næsta nágrenni við þessa nýju vöruskemmu er íþróttasvæði ÍR og í dag spurðum við Hafdísi Hansdóttur sem er framlvæmdastjóri félagsins hvernig þeim hugnast það að fá slíka starfsemi í svo miklla nálægt og hvort þau hafi verið meðvituð um hvað þarna myndi rísa.
Tónlistarkonan Soffía Björg Óðinsdóttir sendi nýverið frá sér sína útgáfu af laginni Það er draumur að vera með dáta, sem amma hennar og nafna, Soffía Karlsdóttir gerði frægt fyrir um 70 árum síðan. Soffía mætti til okkar með vinkonu sinni Fríðu Dís og þær spiluðu og sungu í beinni útsendingu.
Svo fjölluðum við um eldana í Los Angeles..... Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir fréttamaður kom til okkar.
Orðið hraunkælingarstjóri var valið orð ársins að mati hlustenda Ríkisútvarpsins og lesendum ruv.is. Gísli Einarsson fékk það heiður að tilkynna það hátíðlega í gær. Við ræddum við Gísla og drógum það upp úr honum hvaða önnur orð hefðu hugsanlega átt að vera orð ársins, að hans mati.