ok

Síðdegisútvarpið

Föstudagsútgáfa Síðdegisútvarpsins - Friðrik Ómar bætist við

Síðdegisútvarpið 11.apríl

Nú stendur yfir Landsfundur Samfylkingarinnar á 25 ára afmæli flokksins. Við hringjum í þingsflokksformanni Guðmund Ara Sigurjónsson og fáum að heyra af því helsta sem þarna verður tekið fyrir en fundurinn er haldinn í húsakynnum True North í Grafarvogi.

Líkt og undarfarna föstudaga hringjum við Íslending erlendis og að þessu sinni hringjum við til Tenerife og heyrum í Sigvalda Kaldalóns sem þar býr og starfar.

Föstudagsgesturinn að þessu sinni er leik – og söngkonan Katrín Halldóra en í kvöld stekkur hún inn í Ladda sýninguna í Borgarleikhúsinu og fer þar í hlutverk sem Vala Kristín Eiríksdóttir hefur leyst af hólmi undanfarið en Vala Kristín er á leið í barneignarfrí,

Breska hljómsveitin Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, kom til Húsavíkur í dag til að taka upp sína eigin útgáfu af laginu Húsavík (My Hometown). Hróður Húsavíkur hefur borist víða og lengi eftir að Kvikmynd Wills Ferrell var tekin upp þar í bæ. Við hringjum í Örlyg Hnefil Örlygsson sem rekur Eurovision safnið á Húsavík.

Svo kynnum við okkur Söngkeppni framhaldsskólanna sem hún fer fram á morgun. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu hér á RÚV. Kynnir í ár er Ágúst Þór Brynjarsson hann kemur til okkar í Síðdegisútvarpið.

Frumflutt

11. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,