Síðdegisútvarpið

HM í handbolta, Carbfix, Á allra vörum, og eldarnir í LA

Í nýrri grein sem birtist í Heimildinni i dag er farið yfir viðskiptaáætlun Carbfix og yfirskrift greinarinnar er : Földu áform sín fyrir íbúum

Þar er því haldið fram fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix séu mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er því dæla nið­ur allt 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Þeir Valur Grettisson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson komu til okkar á eftir og fóru yfir það allra helsta sem þeir hafa komist að.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti Svíþjóð í gærkveldi í fyrri æfingaleik liðanna í aðdraganda Heimsmeistaramótsins sem hefst í næstu viku. Leiknum lauk með jafntefli, 31-31. Seinni leikurinn er á morgun laugardag og Einar Örn íþróttafréttamaður kom til okkar á eftir og fer yfir það allra helsta tengt strákunum okkar fyrir seinni leikinn á morgun og mótið framundan.

Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Það eru þær Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir sem eru potturinn og pannan á bak við Á allra vörum. Í mars verður átakinu hrint af stað í tíunda sinn en þá verður söfnunarþáttur hér á ruv og það er Kvennaathvarfið sem verður stutt við bakið á í ár. Þær stöllur komu til okkar á eftir og segja okkur betur frá.

Við ætlum hringja til Kaliforníu og heyrðu í Ragnhildi Helgudóttur sem þar er búsett og spyrja hana út í ástandið vegna gróðureldanna sem þar geysa.

Í kvöld fer í loftið Fréttatengdi skemmtiþátturinn Er þetta frétt en þar spreyta keppendur sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.

En við byrjuðum í Gróður eldunum í Los Angeles..... Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Frumflutt

10. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,