Síðdegisútvarpið

Hitum upp fyrir handboltann, dætur í CrossFit og gervigreind í hagræðingatillögum

Eftir ríkisstjórn tók við völdum var tekin ákvörðun um leita til almennings með hagræðingartillögur í huga - Verum hagsýn í rekstri ríkisins. hefur Hjörtur Sigurðsson framkvæmdastjóri Mynstru, nýs ráðgjafarfyrirtækis á sviði gervigreindar útbúið tilraunaerkefni þar sem gervigreind hefur greint tillögurnar og eru þær aðgengilegar á slóðinni verumhagsyn.mynstra.is. Hjörtur kom til okkar og sagði okkur betur frá.

Um helgina munu Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir taka höndum saman og keppa í sama liði á einu stærsta CrossFit móti heims í Flórída. Hvaða mót er þetta og hvaða möguleika eiga okkar sterkustu dætur ytra. Þröstur Ólason frá Crossfit Reykjavík svaraði því.

er í gangi undirskriftasöfnun á island.is um Friðlýsingu búsetu- og menningarlandslags Laugarness. Þar er þess óskað Laugarnesið allt verði friðlýst til vernda söguna sem lesa í manngerðu umhverfi svæðisins og tengsl við liðna tíma. Söfnunin fór af stað eftir búið var heimila 40 þúsund fermetra landfyllingu til viðbótar við þá sem fyrir er.Þuríður Sigurðardóttir söngkona og myndlistarmaður er í forsvari fyrir hóp sem kallast Laugarnesvinir og stendur undirskriftasöfnuninni hún kom í þáttinn.

Á morgun verður opnuð sýningin fallegustu bækur í heimi í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin samanstendur af þeim 14 bókum sem hlutu viðurkenningu og verðlaun í samkeppninni Fallegustu bækur í heimi 2024. Hvernig sýning er þetta og hvernig velur maður 14 fallegustu bækur í heimi ? Anton Jónas Illugason formaður FÍT, félag íslenskra teiknara veit meira um það.

Og við hituðum sjálfssögðu vel upp fyrir landsleikinn í kvöld en Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður er staddur í Króatíu og hann var í beinni hjá okkur fyrir lok þáttar.

Við byrjuðum út í Zagreb þar sem mikil stemning ríkir á heimsmeistaramótinu í handbolta. Fjöldi íslendinga verður viðstaddur þegar strákarnir okkar mæta Egyptum í kvöld og þar á meðal Þorsteinn Þórólfsson sem var á línunni.

Frumflutt

22. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,