ok

Síðdegisútvarpið

Trump og Kennedy skjölin, örtröð í Bónus á Akureyri og Brúðubíllinn

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var á línunni um fækkun sýslumannsembætta en ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp hennar þar að lútandi.

Sídegisútvarpið fór í heimsókn í Bónus í Naustahverfi á Akureyri en breytingar standa fyrir dyrum í búðinni. Rætt var við Björn Víkingsson framkv stjóra Bónu og Einvarð Jóhannsson viðskiptavin

Ríkisstjórnin ætlar að framlengja stuðningsaðgerðir við Grindvíkinga. Forsætisráðherra segir enduruppbyggingu þurfa að taka mið af hættustigi og mati almannavarna. Sértækur stuðningur verður sniðinn að um 90 heimilum sem standa illa fjárhagslega. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og við fáum viðbrögð frá henni.

Allt að helmingur Dana sniðgengur bandarískar vörur vegna tollastríðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ásækni hans í Grænland. Þetta sýnir ný könnun sem sjónvarpsstöðin TV2 lét gera. Við ræddum við Hauk Árna sem býr í Danmörku.

Og svo er það Brúðubíllinn Hörður Víðisson Steffensen leikari ákvað á dögunum að blása lífi í Brúðubílinn en segja má að Hörður sé að einhverju leyti alinn þar upp þar sem amma hans Helga Steffensen rak brúðubílinn um árabil.

Svp komu þau til okkar þau Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir en Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að opinbera leynisskjölin er varða morðið á John f. Kennedy.

Við kynntum okkur líka það sem boðið verður upp á í Kveiksþætti kvöldsins og spiluðum klippur úr þættinum en þar verður m.a. fjallað um jarðhræringar á Vesturlandi.

Frumflutt

18. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,