ok

Síðdegisútvarpið

Bogi Nils og flugið, gervilistamenn á Spotify, Áslaug Arna, Víðigerði og flug grágæsa

Við lásum um það í Morgunblaðinu um helgina að fjöldi gervilista­manna er orðinn svo mik­ill á Spotify að ekki er leng­ur hægt að loka aug­un­um fyr­ir al­vöru máls­ins. Árni Matthíasson sérfræðingur á fréttastofu RUV og Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Stefs komu til okkar.

Áfangastaðurinn Ísland - eftirspurn eftir flugi til landsins? Hver er hún og hvernig eru horfur framundan. Innanlandsflug, er það eitthvað sem Icelandair ætlar að halda áfram að fjárfesta í eða er hægt og rólega verið að undirbúa brottför af þeim markaði? Boga Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi þetta við Síðdegisútvarpið.

Áslaug Arna þingmaður Sjálfstæðisflokksins kom til okkar og ræddi frumvarp sem hún ætlar að leggja fram í þinginu í vikunni en þar eru sveitarfélög eru skylduð til að semja við einkarekna skóla og gera ekki greinarmun á því hverjir eru rekstraraðilar.

Fjölskyldustaðurinn Norh West Resturant í Víðigerði, við þjóðveg 1, hefur undanfarin rúman áratug vakið athygli - staðurinn þykir skera sig úr í samanburði við aðra sjoppur við veginn og er vinsæll áfangastaður þeirra sem eiga rafbíl. Við kíktum í heimsókn og fengum að heyra forvitnilega sögu fjölskyldunnar sem rekur staðinn. Við ræddum við Kristni Bjarnason.

Arnór Þórir Sigfússon fuglafræðingur setti inn á færslu á Facebook fyrr í dag um að vorið væri í nánd því gæsirnar sem fóru frá landinu í haust eru að skilar sér til baka á ný. S.l. laugardag kom fyrsta grágæsin sem ber GPS/GSM sendi til landsins eftir tæplega 34 klukkutíma ferðalag frá Orkneyjum. Við heyrðum í Arnóri um þessar ofurhetjur sem fljúga klukkutímum saman til að boða vorkomuna til okkar.

Hrafnhildur Halldórsdóttir og Siggi Gunnars höfðu umsjón með þættinum.

Frumflutt

24. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,