Síðdegisútvarpið

Nautsterk Sigríður Andersen,Séð&heyrt,handbolti,Good Good og Trump forseti

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, varð í gær Íslandsmeistari í bekkpressu á Íslandsmóti Kraftlyftingasambands Íslands. Við heyrðum í Sigríði.

Eftir tvo nokkuð þægilega sigra hjá Íslandi, gegn Grænhöfðaeyjum 34-21 og Kúbu 40-19, er komið fyrsta alvöru verkefninu á HM; Slóveníu. Leikurinn, sem hefst 19:30 og verður í beinni á RÚV, er úrslitaleikur um efsta sæti G-riðils. Bæði lið eru komin í milliriðilinn þar sem Egyptaland, Króatía og Argentína bíða en dýrmæt tvö stig í boði fyrir sigurliðið í kvöld. Einar Örn Jónsson var á línunni.

Flest okkar muna vel eftir tímaritinu Séð og heyrt en Tímaritið kom út á árunum 1996-2016. Þorsteinn Joð hefur gert heimildarþætti um tímaritið sem stundum var kallað slúðúrblað og Þorsteinn kom til okkar og sagði okkur betur frá þessu tímabili í sögu blaðamennskunnar á Íslandi.

Íslenska súkkulaðismjörið frá Good Good er í fyrsta sinn vinsælla en Nutella, á Íslandi. Þá er smyrjan frá Good Good annað vinsælasta súkkulaðismjörið í Bandaríkjunum. Frá þessu var sagt á Vísi í síðustu viku en fréttin er unnin úr gögnum frá Nielsen og SPINS sem sinna markaðsrannsóknum, hið fyrrnefnda á Íslandi og það síðarnefnda í Bandaríkjunum. Einn forsvarsmanna fyrirtækisins Garðar Stefánsson er fluttur til Bandaríkjanna til fylgja þessu enn betur eftir nánar tiltekið til Austin í Texas og við hringdum þangað og heyrðum í honum hljóðið.

Við hringdum austur á Stöðvafjörð í hann Björn Hafþór Guðmundsson fyrrverandi sveitastjóra, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum og svo var rafmagnslaust í dag meðal annars á Söðvafirði, við ræddum þetta og miklu fleira við Björn Hafþór.

Frumflutt

20. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,