Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, varð í gær Íslandsmeistari í bekkpressu á Íslandsmóti Kraftlyftingasambands Íslands. Við heyrðum í Sigríði.
Eftir tvo nokkuð þægilega sigra hjá Íslandi, gegn Grænhöfðaeyjum 34-21 og Kúbu 40-19, er komið að fyrsta alvöru verkefninu á HM; Slóveníu. Leikurinn, sem hefst 19:30 og verður í beinni á RÚV, er úrslitaleikur um efsta sæti G-riðils. Bæði lið eru komin í milliriðilinn þar sem Egyptaland, Króatía og Argentína bíða en dýrmæt tvö stig í boði fyrir sigurliðið í kvöld. Einar Örn Jónsson var á línunni.
Flest okkar muna vel eftir tímaritinu Séð og heyrt en Tímaritið kom út á árunum 1996-2016. Þorsteinn Joð hefur nú gert heimildarþætti um tímaritið sem stundum var kallað slúðúrblað og Þorsteinn kom til okkar og sagði okkur betur frá þessu tímabili í sögu blaðamennskunnar á Íslandi.
Íslenska súkkulaðismjörið frá Good Good er nú í fyrsta sinn vinsælla en Nutella, á Íslandi. Þá er smyrjan frá Good Good annað vinsælasta súkkulaðismjörið í Bandaríkjunum. Frá þessu var sagt á Vísi í síðustu viku en fréttin er unnin úr gögnum frá Nielsen og SPINS sem sinna markaðsrannsóknum, hið fyrrnefnda á Íslandi og það síðarnefnda í Bandaríkjunum. Einn forsvarsmanna fyrirtækisins Garðar Stefánsson er fluttur til Bandaríkjanna til að fylgja þessu enn betur eftir nánar tiltekið til Austin í Texas og við hringdum þangað og heyrðum í honum hljóðið.
Við hringdum austur á Stöðvafjörð í hann Björn Hafþór Guðmundsson fyrrverandi sveitastjóra, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum og svo var rafmagnslaust í dag meðal annars á Söðvafirði, við ræddum þetta og miklu fleira við Björn Hafþór.