Síðdegisútvarpið

Umhverfislækningar, Svanhildur sendiherra, meðvirkni og handbolti

Læknadagar 2025 eru haldnir í Hörpu þessa dagana. Fjölmörg erindi og málsstofur eru í boði og á morgun verður málsstofa sem ber yfirskriftina Nærðu hugann - fyrir aukin afkölst og bjartari framtíð. Ein þeirra sem þar stígur á stokk er Una Emilssdóttir umhverfislækni en Una kallar erindi sitt með umhverfislækningar á heilanum. Una hefur í fjölmörg ár tjáð sig um ýmislegt sem getur haft áhrif á líf okkar og heilsu og er í umhverfinu og við heyrðum í Unu í þættinum.

Hættustigi og rýmingum vegna snjóflóðahættu í Neskaupstað og á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Mikið dró úr ofankomu og vindi á Austfjörðum í nótt. 150 manns geta snúið aftur heim og þar á meðal Guðmundur Rafnkell Gíslason íbúi í Neskaupsstað. Við heyrðum í honum.

Við ætlum fjalla um meðvirkni í Síðdegisútvarpinu í dag og til okkar hana Gyðu Dröfn Tryggvadóttur meðferðaraðila í áfalla- og uppeldisfræðum. Meðvirkni er mjög víðfermt hugtak en meðvirkni getur hindrað okkur í lífi okkar og starfi og komið í veg fyrir við getum átt heilbrigð samskipti og náið samband við okkur sjálf og aðra.

Við ætlum kynna okkur það sem verður fjallað um í Kveiksþætti kvöldsins - Kristín Sigurðardóttir og Ingvar Haukur Guðmundsson framleiðandi og umsjónarmaður komu til okkar á eftir og segja frá.

Við ætlum líka taka stöðuna varðandi áhuga fólks koma sér til Króatíu á leiki í milliriðla - eru til miðar og hvert á fólk snúa sér ? Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ verður á línunni frá Króatíu

En við byrjum í Washington þar sem Donald Trump var settur í embætti forseta Bandaríkjanna í gær. Ein þeirra sem var á staðnum er Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og við heyrðum í henni.

Frumflutt

21. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,