Síðdegisútvarpið

52 ár frá gosi í Vestmannaeyjum, Horfin athygli, bóksala og skotfimi

Á morgun verður fjallað um fjármál og rekstur íþróttafélaga í menningar og íþróttaráði Reykjavíkur. Kveikjan fundinum er er mikil vinna sem hefur staðið yfir undanfarið ár við rétta við tvísýnan fjárhag stærsta íþróttafélagins í borginni Fjölnis eftir stefndi í óefni þar í byrjun síðasta árs. Skúli Helgason er formaður menningar og íþróttaráðs Reykjavíkur og hann kom til okkar ásamt Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur formanni Fjölnis.

Jórunn Harðadóttir er ekki bara jarðfræðingur því hún er líka skytta. Þessa dagana eru RIG leikarnir í gangi, eða Reykjavík International Games og þar er jú, kept í skotfimi með loftskammbyssu og loftriffli. Jórunn sagði okkur frá.

Í dag, 23. janúar eru 52 ár liðin frá því eldgos braust út á Heimaey. Á laugardaginn á flytja bestu Þjóðhátíðarlögin og gömlu perlurnar af einvalaliði listamanna í Hörpu. Við rifjuðum upp og hituðum upp fyrir tónleikana og þau Bjarni Ólafur Guðmundsson, Magnús Kjartan og Klara Elías komu til okkar.

Í vikunni kom út bókin Horfin Athygli. Þetta er ótrúleg greining á því hvernig stórfyrirtæki grafa markvisst undan athyglisgáfu fólks og áhrifin sem það hefur til mynda á lýðræðið. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði las bókina nýlega og ætlar hann halda athygli okkar á hlustanda á meðan hann segir okkur hvað í bókinni finna.

Þrátt fyrir jólabókaflóðið nýafstaðið þá eru íslendingar heldur betur kaupa bækur og það notaðar. Við tókum stöðuna á fornbóksalanum Ara Gísla Bragasyni sem stendur í ströngu með risamarkað sem hófst í gær.

Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson er búinn vera í rúmlega ár eltast við kollega sinn Diam­ant Sali­hu sem er helsti sér­fræðing­ur sænska rík­is­út­varps­ins SVT í þeirri of­beld­is- og glæpa­öldu sem sænska þjóðin hef­ur mátt sæta miss­er­um sam­an, loksins hafði Atli upp á kappanum og viðtalið birtist á mbl.is í dag og er það vægt til orða tekið sláandi.

Frumflutt

23. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,