Síðdegisútvarpið

Fussum svei, Hvammsvirkjun og undirskriftasöfnun gegn laxeldi i Seyðisfirði

Í september á síðasta ári veitti Orkustofnun Landsvirkjun leyfi til reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Í dag ógilti Héraðsdómur leyfisveitinguna og þetta hljóta teljast talsvert stórar fréttir. Ástrós Signýjardóttir fréttamaður hefur fylgst með málinu og hún kom til okkar í þáttinn.

Yfir þrjú þúsund undirskriftir gegn eldi í Seyðisfirði hafa safnast síðustu sólahringa en þar er biðlað til stjórnvalda stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Málsatvik eru þau þann 12. desember sl. gaf Matvælastofnun út tillögu rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til skila inn athugasemdum við tillöguna er til 20. janúar næstkomandi. Í ljósi þessa setti - félag um vernd fjarðar, af stað þessa undirskriftasöfnun. Katrín Oddsdóttir er ein þeirra sem stendur söfnun undirskrifta og hún kom til okkar.

Orkuveitan auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Vísinda- og frumkvöðlasjóði Orkuveitunnar, sem gengur undir nafninu VOR. Birna Bragadóttir er forstöðukona frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar, og talsmanneskja sjóðsins í ár og hún kom til okkar og sagði okkur betur frá.

Fussum svei er eitthvað sem við heyrum allt of sjaldan í dag, við í Síðdegisútvarpinu söknum þess og viljum leggja okkar af mörkum til koma þessu aftur í umferð. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur mætir til okkar á eftir og leggur vonandi sitt á vogaskálarnar.

Bókasafn Árborgar Selfossi og Hið íslenska glæpafélag kynna Janoir - Glæpasagnahátíð á morgun kl. 19:30 og Margrét Blöndal deildarstjóri menningar og upplýsingadeildar Árborgar verður á línunni í lok þáttar og segir okkur betur frá.

Miklir vatnavextir hafa verið í Borgafirðinum undanfarna dag. Einn þeirra sem keyrt hefur um vegi á svæðinu oftar en all flestir er Jakob Hermannsson

Frumflutt

15. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,