Síðdegisútvarpið

Íþróttakona Reykjavíkur,snjalltækjanotkun barna og tæknilausnir á hjúkrunarheimilum

Í síðustu viku stóð lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir sig frábærlega á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum, hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og endaði í 4.sæti. Þar auki var Eygló í síðustu viku valin íþróttakona Reykjavíkur árið 2024. Við fengum Eygló í heimsókn til okkar.

"Nú fær Gunna nýjan iPhone,nú eru´að koma jól.Siggi er skroll´á TikTok,leitar í öruggt skjól." Á þessum orðum hefst pistill sem birtist á vísi í dag undir yfirskriftinni Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Og það er einmitt það sem við veltum fyrir okkur á sjötta tímanum þegar tvö þeirra sem skrifuðu pistilinn þau Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri SAFT Netöryggismiðstöðvar Íslands og Daðey Albertsdóttir sálfræðingur komu til okkar.

Hveragerðisbær var 342 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu vegna byggingar nýrrar skolphreinsistöðvar í bænum. Við fengum bæjarstjórann Pétur G. Markan til okkar og spurðum hann nánar út í þetta.

Út er komin þriðja bókin með Pabbabröndurum. Þar með eru bækurna orðnar þrjár og því spyrjum við höfundinn Þorkel Guðmundsson hvort það í raun og veru þörf á fleiri pabbabröndurum, Þorkell mætti til okkar.

Henný Björk Birgisdóttir meistaranemi við Digital Health í HR gerði áhugaverða rannsókn á dögunum sem sýnir ábatann af innleiðingu tæknilausna á íslenskum hjúkrunarheimilum. Henný Björk fór nánar í saumana í því í þætti dagsins.

Frumflutt

16. des. 2024

Aðgengilegt til

16. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,