Íþróttakona Reykjavíkur,snjalltækjanotkun barna og tæknilausnir á hjúkrunarheimilum
Í síðustu viku stóð lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir sig frábærlega á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum, hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og endaði í 4.sæti. Þar að auki var Eygló í síðustu viku valin íþróttakona Reykjavíkur árið 2024. Við fengum Eygló í heimsókn til okkar.
"Nú fær Gunna nýjan iPhone,nú eru´að koma jól.Siggi er að skroll´á TikTok,leitar í öruggt skjól." Á þessum orðum hefst pistill sem birtist á vísi í dag undir yfirskriftinni Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Og það er einmitt það sem við veltum fyrir okkur á sjötta tímanum þegar að tvö þeirra sem skrifuðu pistilinn þau Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands og Daðey Albertsdóttir sálfræðingur komu til okkar.
Hveragerðisbær var að fá 342 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu vegna byggingar nýrrar skolphreinsistöðvar í bænum. Við fengum bæjarstjórann Pétur G. Markan til okkar og spurðum hann nánar út í þetta.
Út er komin þriðja bókin með Pabbabröndurum. Þar með eru bækurna orðnar þrjár og því spyrjum við höfundinn Þorkel Guðmundsson hvort það sé í raun og veru þörf á fleiri pabbabröndurum, Þorkell mætti til okkar.
Henný Björk Birgisdóttir meistaranemi við Digital Health í HR gerði áhugaverða rannsókn á dögunum sem sýnir ábatann af innleiðingu tæknilausna á íslenskum hjúkrunarheimilum. Henný Björk fór nánar í saumana í því í þætti dagsins.