Síðdegisútvarpið

Draugar fortíðar,safnskóli í Laugardal,Kviss og rafmagnsleysi í Vík

Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins Árelía Eydís Guðmundsdóttir var á línunni hjá okkur.

Sjónvarpsmaðurinn, spurningahöfundurinn, viðburðarsalseigandinn, útgefandinn og uppistandarinn Björn Bragi Arnarsson heimsótti okkur í þáttinn og við ræddum um allt og ekkert en aðallega Kviss.

Torgið er á dagskrá sjonvarpsins í kvöld og á taka fyrir einmanaleika. Við fengum til okkar Baldvin Þór Bergsson og Sigríði Halldórsdóttur umsjónvarmenn þáttarins.

Draugar fortíðar stefna á ásækja Ísland næstu vikurnar. Við erum sjálfsögðu tala um þá hlaðvarpsfélaga Baldur Ragnarsson og Flosa Þorgeirsson. Draugar fortíðar er löngu orðið eitt vinsælasta hlaðvarp landsins og skal engan undra fólk vilji sjá þessa menn tala upp á sviði.

Rafmagn fór af í Vík og nærliggjandi sveitum þegar rafstrengur sem grafinn er undir farveg Skógár fór í sundur. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir nauðsynlegt koma upp varaaflsstöðvum í Vík þegar ljóst dreifikerfi rafmagns virkar ekki sem skyldi. Og á línunni hjá okkur var Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Rarik

Frumflutt

10. des. 2024

Aðgengilegt til

10. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,