Síðdegisútvarpið

Skötuveisla fyrir vestan, Kaffistofa Samhjálpar, biskup Íslands og veðrið

Í Borgartúninu í Reykjavík er Kaffistofa Samhjálpar til húsa en stofan er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á sjá sér fyrir mat sjálfir. Þar verður opið yfir hátíðarnar og við heyrðum af opnunartíma og fyrirkomulagi og slóum sláum á þráðinn til Steingerðar Steinarsdóttur sem er rit- og kynningarstjóri Samtakanna.

Einn af þeim sem hefur haft í nógu snúast síðustu daga og vikur er Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlitarmaður. Í gær lauk tónleikasyrpunni hjá honum og félögum hans og líklegt er Friðrik bara núna undir teppi hafa það kósý. Við slóum á þráðinn til Friðriks Ómars.

Biskup Íslands Frú Guðrún Karls Helgudóttir ætlar gefa sér tíma í dag Þorláksmessu og kíkja til okkar í Síðdegisútvarpið. Hún er klára síðustu verkin fyrir jól og við ræddumn við hana um jólahald, siði og venjur hér á eftir.

Á þorláksmessu er það jafna viðtekin hefð hjá mjög mörgum kíkja niður í miðbæ Reykjavíkur, klára kaupa síðustu gjafirnar og hitta mann og annan. En hvernig hefur verslunin verið í miðbænum ? Það veit enginn betur en Kormákur Geirharðsson verslunar og bareigandi við hringdum í hann.

Veðrið er ekki alveg eins og best verður á kosið þessa stundina og meðal annars liggur allt innanlandsflug niðri. Víða eru vegir lokaðir og fólk verður fylgjast vel með áður en lagt er í hann. Óli Þór Árnason veðurfræðingur kíkti til okkar í lok þáttar.

En við erum komin í samband vestur á Ísafjörð en þar býr Haukur Sigurbjörn Magnússon og hann var með skötuveislu í hádeginu eins og eflaust fleiri fyrir vestan. Haukur er barnabarn Halldórs Hermanssonar sem var einn helsti skötuverkandi fyrir vestan í árafjöld.

Frumflutt

23. des. 2024

Aðgengilegt til

23. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,