ok

Síðdegisútvarpið

Umboðsmaður barna, skuggavarp og Bjarni Ben segir þetta gott

Um áramót voru liðin þrjátíu ár frá stofnun embættis Umboðsmanns barna. Salvör Nordal, Umboðsmaður barna kom til okkar og ræddi tímamótin, hvað hefur breyst frá stofnun embættisins og hvað sé brýnast.

Við ræddum samdrátt í rafbílavæðingu landans og hátt eldsneytisverð við Runólf Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Páll Líndal umhverfissálfræðingur kom í þáttinn til okkar en hann segir að þegar verið sé að þétta byggð sé allt of oft litið framhjá þáttum eins og ljósvist. Íbúi í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hefur áhyggjur af því að fyrirhugað fimm hæða hús í hverfinu verði til þess að aðrar íbúðir verði í skugga allan ársins hring. Annað gott dæmi þar sem ekki var tekið tillit til ljósvistar er nýrisið umdeilt vöruhús við Álfabakka 2 sem stendur mjög nærri Árskógum 7 og þar upplifa íbúar Árskóga sig svikna. Við ræddum skuggavarp við Pál.

Í vikunni verður haldin vinnustofa í leit og björgun úr snjóflóði. Jón Heiðar Andrésson fjallaleiðsögumaður er einn af leiðbeinendum vinnustofunnar og hann kom til okkar.

Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Hann hefur verið formaður í 16 ár. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi og á línunni hjá okkur var Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor.

Frumflutt

6. jan. 2025

Aðgengilegt til

6. jan. 2026
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,