Síðdegisútvarpið

Grindavík, draumspjöld og bíó fyrir einhverfa

Sigurborg Kr. Hannesdóttir hefur í tuttugu ár búið til svokölluð draumaspjöld fyrir nýtt ár, hún kom og sagði okkur frá því.

Ólafur Ólafsson fyrirliði körfuboltaliðs Grindavíkur kom í heimsókn og sagði okkur frá því Stöð 2 Sport er hefja sýningar á sex þátta heimildaþáttaseríu um körfuboltann í Grindavík og áhrifin sem jarðhræringarnar á Reykjanesi höfðu á starf körfuknattleiksdeildarinnar og leikmenn liðsins.

Þann 28. des verður skynvæn bíósýning á jólamynd í Bíó Paradís, Sunna Dögg Ágústsdóttir sagði okkur frá því.

Við tókum stöðuna á íslendingum á Kanarí og heyrðum í Sigursteini Óskarssyni.

Tinna Dahl Christiansen sagði okkur frá því í dag verður íþróttafólk í Hafnarfirði heiðrað þegar íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar er útnefnt.

Frumflutt

27. des. 2024

Aðgengilegt til

27. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,