ok

Síðdegisútvarpið

Græna gýmaldið,nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Þorgerður Katrín í Úkraínu

Rannsóknasetur skapandi greina í samstarfi við CCP býður í samtal um skapandi greinar á fimmtudaginn í húsakynnum CCP. Yfirskrift fundarins er Skapandi aðferðafræði. Steinunn Hauksdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknarsetri skapandi greina leit við hjá okkur á eftir.

Valdimar Víðisson tók við sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar nú um áramótin og hann kom í heimsókn til okkar, fékk sér kaffibolla og ræddi um hvernig honum lítist á nýja starfið.

Í hádeginu hófst fundur í borgarstjórn þar sem meðal annars átti að ræða grænu vöruskemmuna við Álfabakka. Íbúar sem búa í grennd við skemmuna höfðu ætlað að fjölmenna á fundinn og á línunni hjá okkur var Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er í opinberi heimsókn í Úkraínu. Í morgun átti hún fund með Andrii Sybiha utanríkisráðherra landsins. Við heyrðum í Þorgerði Katrínu.

Þegar Donald Trump viðraði þá hugmynd sína að kaupa Grænland árið 2019 héldu flestir að um lélegann brandara væri um að ræða. Svo fóru danir heldur betur að ókyrrast þegar hann minntist aftur á þessa hugmynd fyrir áramót og nú er allt vitlaust í dönsku pressunni vegna heimsóknar Donald Trump yngri sem nú er staddur á Grænlandi. Blaðamaðurinn Elín Margrét Böðvarsdóttir er búsett í Danmörku og hefur fylgst náið með atburðarásinni. Við heyrðum í henni.

Frumflutt

7. jan. 2025

Aðgengilegt til

7. jan. 2026
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,