Síðdegisútvarpið

Geir Haarde, Goddur um textaverk og Jón Pétur um börnin

Í nýrri bók ævisögu Geirs Haarde gefur Geir innsýn í baksvið stjórnmálanna, meðal annars mánuðina örlagaríku haustið 2008 ásamt innsýn í sitt persónulega líf. Geir segir frá uppvextinum í Vesturbæ Reykjavíkur, MR og námsárunum í Bandaríkjunum en einnig dramatíska atburði úr æsku sem hann hefur aldrei rætt opinberlega áður, þar á meðal viðkvæm fjölskyldumál. Geir var gestur Síðdegisútvarpsins í dag og við heyrðum af því allra helsta sem í bókinni kemur fram.

Textaverk hafa verið vinsæl síðustu árin og er svo komið fjöldi tónlistarmanna eru selja textaverk fyrir jólin. Við fengum til okkar Guðmund Odd eða Godd eins og hann er kallaður til ræða textaverk og vinsældir þeirra.

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarétt á söngleiknum Moulin Rouge! Um er ræða nýja útfærslu og er áætluð frumsýning í september 2025.

Og fyrir þá sem ekki vita þá er söngleikurinn byggður á Óskarsverðlaunamynd Baz Luhrmann frá árinu 2001 sem skartaði þeim Nicole Kidman og Ewan MacGregor í aðalhlutverkum. Brynhildur Guðjónsdóttir leikshússtjóri í Borgarleikhúsinu kom til okkar.

Svo heyrðum við af nýútkominni skáldsögu sem nefnist Svikaslóð en þar segir frá Sverri og Lísu sem tilheyra listalífinu í Reykjavík. Hann er áhrifamikill leikstjóri og höfundur en hún leikkona sem hverfur gjarnan í skuggann. Svo gerast atburðir og við ræddum við höfundinn sem heitir Ragnheiður Jónsdóttir íslenskufræðingur og rithöfundur.

Jón Pétur Zimsen komst á dögunum inn á alþingi en hann skipaði 3ja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður. Líkt og kunnugt er hefur Jón Pétur gert sig gildandi í umræðunni um skólamál og meðal annars verið duglegur skrifa pistla og nýjasti birtist inni á vefnum adverdaforeldri.is í gær en þar fer hann yfir mikilvægi þess foreldrar og forráðamenn kenni börnunum góða hegðun því þannig öðlist þau aukna félagsfærni. Jón Pétur kom til okkar í þáttinn í dag.

Frumflutt

11. des. 2024

Aðgengilegt til

11. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,