Síðdegisútvarpið

Eva Björg Ægisdóttir rithöfundur,Daði Freyr og 300 ferðir á Esjuna

Ofurkonan og hlauparinn Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir er án nokkurs vafa duglegri en við í Síðdegisútvarpinu og sennilega líka öflugri en flest ykkar sem eruð hlusta. Amk í því hlaupa upp Esjuna, hún hefur farið 300 sinnum upp hana á árinu. Hún kom til okkar og reyndi útskýra fyrir okkur tilganginn með þessum stöðugu Esjuferðum.

TaxiHönter, Friðrik Einarsson sagði frá sínum raunum á leigubílamarkaði og tiltók þá sérstaklega ástandið á bílastæðum Isavia.

Við fengum til okkar skagamærina og rithöfundinn Evu Björgu Ægisdóttur sem hefur heldur betur slegið í gegn með bókum sínum um rannsóknarlögreglukonuna Elmu. Nýjasta bók Evu, Kvöldið sem hún hvarf er sjötta bókin um Elmu. Framleiðslufyritækið Glassriver hefði tryggt sér réttinn á bókunum um Elmu og því ættla vona á spennandi sjónvarpsþáttum í náinni framtíð.

Sveittustu jólatónleikarnir í ár verða í Gamla Bíó. Það verður dansað, hlegið, grátið og dansað meira, svo segir í lýsingu viðburðarins: Þegar Daði stelur jólunum. Þá spilar Daði Freyr Pétursson bara jólalög í partýútgáfum. Hann kom til okkar ásamt skemmtara og spilaði á hann af sinni alkunnu snilld og söng.

Það virðist vera færast í aukanna íslendingar kjósi fara út borða á aðfangadag. Áður fyrr heyrði maður sögur af túristum sem pöntuðu sér borð á veitingastöðum á þessu allra heilagasta kvöldi ársins en eru íslendingar dottnir i þennan pakka líka. Við heyrðum í Ingibjörgu Bergmann Bragadóttur, veitingastjóra Múlabergs á Akureyrir sem er búin taka við þónokkrum borðapöntunum frá heimafólki.

Frumflutt

19. des. 2024

Aðgengilegt til

19. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,